Leita í fréttum mbl.is

Köld jörð (Cold Earth)

Ég hef nýverið lokið við lestur bókarinnar Cold Earth (2009), en höfundur hennar er Sarah Moss, kennari við Háskóla Íslands og Háskólann í Kent. Bókin fjallar um sex fornleifafræðinga sem fara til Grænlands til að rannsaka hvað varð um norrænu mennina sem bjuggu á Grænlandi fyrr á öldum. Af ýmsum ástæðum, sem ekki verða raktar hér, missir hópurinn sambandi við umheiminn og þegar líður að heimför hans lítur út fyrir að hann verði innlyksa í óbyggðum Grænlands. Hver og einn í hópnum skrifar því kveðjubréf til vina og vandamanna og eru þau bréf uppistaða bókarinnar.
Bókin fangaði mig strax frá fyrstu blaðsíðu, persónusköpun höfundar er sannfærandi og andrúmsloftið kuldalegt eins og við er að búast í sögu sem gerist fjarri öllum mannabyggðum á Grænlandi. Bókin hefur ekki verið þýdd yfir á íslensku, en vonandi gerist það einhvern tímann í náinni framtíð.

-eg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband