14.4.2010 | 14:31
Kristinn R. Ólafsson í Sunnlenska bókakaffinu
Kristinn R. Ólafsson, útvarpsmaður í Madríd, verður með fyrirlestur í Sunnlenska bókakaffinu, Austurvegi 22, Selfossi, þriðjudaginn 20. apríl klukkan 20. Spjallið ber yfirskriftina Sagan lesin úr listinni. Þar hyggst hann stikla á stóru í sögu Spánar út frá spænskum listaverkum en vera á léttu nótunum enda af mörgu skemmtilegu að taka: nægir þar að nefna þau konunglegu hjú Jóhönnu brjáluðu og Filippus fagra. Aðgangseyrir er 2500 krónur. Þeir sem hafa áhuga á að hlusta á þennan þekkta og vinsæla útvarpsmann eru beðnir um að skrá sig í krolafsson@gmail.com eða bokakaffid@sunnlenska.is Einnig er hægt að hringja í Sunnlenska bókakaffið í síma 482 30 79 mán.-lau. 12 18.
Kristinn R. hafði þetta að segja um fyrirlesturinn:
Þetta er ekkert hástemmt heldur í léttum dúr en þó þannig að fólk fái svolitla innsýn inn í hina merku sögu Spánar. Ég nota sömu aðferð og ég hef haft á ýmsum fjölsóttum námskeiðum sem ég hef séð um í Reykjavík undanfarin ár: sýni myndir á tjaldi eða á skjá og kríta í kringum þær. Og í þessu tilfelli fá þeir fundarmenn sem þess æskja einskonar glósur sendar eftirá ef þeir láta mig hafa netfangið sitt býst við að flestir hafi það. Ég sendi þeim eftir vefleiðum þær myndir af þeim listaverkum sem ég fjalla um með örlitlum skýringum undir til upprifjunar.
Ég var síðast með tveggja kvölda námskeið um þetta efni hjá Endurmenntun Háskóla Íslands í haust leið. Það sóttu hátt í 80 manns. Þessu þjappa ég nú saman í eina létta kvöldstund.
Ég hef verið að gæla við þá hugmynd að fara út fyrir Reykjavík með fyrirlestur. Og nú læt ég drauminn rætast og verð fyrst á Selfossi en skrepp síðan til Eyja og sproka þar líka um Spán; þetta land sem ég hef búið í núna á fjórða tug ára, sent pistla frá í 29 ár og sýnt Íslendingum sem fararstjóri ótal sinnum. Mig langar að reyna að opna með þessu örlítinn sólarglugga í suðurátt. Að skoða listaverk og spjalla í kringum þau um söguna er skemmtileg leið til þess.
Og þau Bjarni Harðarson og Elín Gunnlaugsdóttir hafa verið svo elskuleg að leyfa mér að hafa þetta hjá sér í Sunnlenska bókakaffinu.
ATH. Aðgangseyrir 2.500.-
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Nýjustu færslur
- Vinsælast; ljóð, húmor og lífstílsbækur
- Sumarlesningin mín
- Vinsælustu bækurnar
- Einstaklega vel heppnað útgáfuhóf
- Netbókabúðin netbokabud.is
- Mensalder á metsölulista
- 50% afsláttur á gömlum bókum
- Kanill í fyrsta sæti hjá Eymundsson
- Kanill verðlaunaður
- Kanill rýkur út!
- Opið alla daga!
- Viðtal við Sigríði Jónsdóttur
- Söluhæstu bækur ársins 2011
- Haustannáll (kvenkyns)bóksalans
- Topp 10! Frá 14. des. - 20. des
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2013
- Ágúst 2013
- Desember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
Bækurnar
- Góða ferð - handbók um útivist
- Hvítir hrafnar verð 28 þúsund
- SELD: Kvæði Eggerts frá 1832 á kr. 43 þúsund
- Austurland I.-VII á 25.000 kr.
- Náttúrufræðingurinn innbundinn á 60 þúsund
- Selt: Frumútgáfa á Svörtum fjöðrum Davíðs fyrir 24 þúsund
- Seld: Eftirmæli 18. aldar á 110 þúsund
- Sending abroad
- Sigurðar saga fóts
- Kvennafræðari Elínar Briem
- [ Fleiri fastar síður ]
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.