Leita í fréttum mbl.is

Kristinn R. Ólafsson í Sunnlenska bókakaffinu

Kristinn R. Ólafsson, útvarpsmaður í Madríd, verður með fyrirlestur í Sunnlenska bókakaffinu, Austurvegi 22, Selfossi, þriðjudaginn 20. apríl klukkan 20. Spjallið ber yfirskriftina “Sagan lesin úr listinni”. Þar hyggst hann stikla á stóru í sögu Spánar út frá spænskum listaverkum en vera á léttu nótunum enda af mörgu skemmtilegu að taka: nægir þar að nefna þau konunglegu hjú Jóhönnu brjáluðu og Filippus fagra. Aðgangseyrir er 2500 krónur. Þeir sem hafa áhuga á að hlusta á þennan þekkta og vinsæla útvarpsmann eru beðnir um að skrá sig í krolafsson@gmail.com eða bokakaffid@sunnlenska.is Einnig er hægt að hringja í Sunnlenska bókakaffið í síma 482 30 79 mán.-lau. 12 – 18.

Kristinn R. hafði þetta að segja um fyrirlesturinn:
“Þetta er ekkert hástemmt heldur í léttum dúr en þó þannig að fólk fái svolitla innsýn inn í hina merku sögu Spánar. Ég nota sömu aðferð og ég hef haft á ýmsum fjölsóttum námskeiðum sem ég hef séð um í Reykjavík undanfarin ár: sýni myndir á tjaldi eða á skjá og kríta í kringum þær. Og í þessu tilfelli fá þeir fundarmenn sem þess æskja einskonar glósur sendar eftirá ef þeir láta mig hafa netfangið sitt – býst við að flestir hafi það. Ég sendi þeim eftir vefleiðum þær myndir af þeim listaverkum sem ég fjalla um með örlitlum skýringum undir til upprifjunar.

Ég var síðast með tveggja kvölda námskeið um þetta efni hjá Endurmenntun Háskóla Íslands í haust leið. Það sóttu hátt í 80 manns. Þessu þjappa ég nú saman í eina létta kvöldstund.

Ég hef verið að gæla við þá hugmynd að fara út fyrir Reykjavík með fyrirlestur. Og nú læt ég drauminn rætast og verð fyrst á Selfossi en skrepp síðan til Eyja og sproka þar líka um Spán; þetta land sem ég hef búið í núna á fjórða tug ára, sent pistla frá í 29 ár og sýnt Íslendingum sem fararstjóri ótal sinnum. Mig langar að reyna að opna með þessu örlítinn sólarglugga í suðurátt. Að skoða listaverk og spjalla í kringum þau um söguna er skemmtileg leið til þess.

Og þau Bjarni Harðarson og Elín Gunnlaugsdóttir hafa verið svo elskuleg að leyfa mér að hafa þetta hjá sér í Sunnlenska bókakaffinu.”

ATH. Aðgangseyrir 2.500.-


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband