11.4.2010 | 09:48
-Bænir til að staðfesta líf mitt til dýrðar guði-
,,Þegar ég kom gangandi heim að húsinu mínu í dag sá ég að það hafði breyst í bænahús, og að það hafði verið bænahús allan tímann, þetta var bara dagurinn sem ég sá það". Þessi tilvitnun er úr nýjustu bók Elísabetar Jökulsdóttur, en bókin ber nafnið Bænahús. Og Elísabet heldur áfram: ,,Og ég fór að hugsa um allt sem ég hef gert í húsinu í tuttugu ár, vaskað upp, sópað gólfin, ryksugað, þvegið gluggana, strokið af dyrakörmum, skipt um sængurföt, allt þetta eru bænir einsog til að staðfesta líf mitt til dýrðar guði,...". Í þessum fyrsta hluta bókarinnar heldur Elísabet síðan áfram með því að lýsa ákveðnum hlutum í húsinu og hún setur þá í guðlegt samband. Sömuleiðis eru ljósmyndir af hlutunum og undir þeim standa setningar eins og þessi. ,,Og ég sá að píanóið var gott...", en þessi setning er greinilega vísun í sköpunarsöguna. Ljósmyndirnar, sem segja má að séu nokkuð draumkenndar, eru teknar af Veru Pálsdóttur.
Annar hluti bókarinnar heitir Kærleikssambandið. Sá kafli er einkonar dagbók með áherslu á kærleikann.
Þriðji hluti bókarinnar eru svo bænir. Þessar bænir virka meira á mig sem beint samtal við guð en bænir í skilningi þess orð. Hér er Elísabet að rifja upp ákveðin atvik í lífi sínu. Í framhaldi af því koma svo bænir Ellu Stínu, sem túlka mætti sem barnið í Elísabetu. Í lok þessa kafla snýr Elísabet sér svo aftur beint til guðs. Þarna má til dæmis finna þetta samtal: ,,Guð, afhverju á ég stundum erfitt með að vera jafnt og einhver annar, er ég að viðhalda einmanaleikanum?"
Fjórði hluti bókarinnar eru Þakkargjörðir og fimmta hlutann kallar Elísabet Andlega vakningu, sá hluti endar einmitt á þessum orðum: ,,Einu sinni stóð ég útá tröppum í meðferðinni, þá fann ég að logi bærðist í hjartanu, það var logi vonarinnar sem logaði viðkvæmur og smár. Það gerði mig glaða en undrandi því ég hafði ekkert verið að hugsa um vonina. Vonin hafði kviknað."
Bænahúsið er falleg og persónuleg bók. Í henni deilir Elísabet með okkur andlegu lífi sínum og bænagjörðum. Bænagjörðir hennar felast ekki eingöngu í orðum heldur einnig í gjörðum. Bængjörðir hennar eru hin daglegu störf sem hún innir af hendi og lofsamar á þann hátt sköpunarverkið. Nokkuð sem við hin getum lært af henni.
-eg
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 16:40 | Facebook
Nýjustu færslur
- Vinsælast; ljóð, húmor og lífstílsbækur
- Sumarlesningin mín
- Vinsælustu bækurnar
- Einstaklega vel heppnað útgáfuhóf
- Netbókabúðin netbokabud.is
- Mensalder á metsölulista
- 50% afsláttur á gömlum bókum
- Kanill í fyrsta sæti hjá Eymundsson
- Kanill verðlaunaður
- Kanill rýkur út!
- Opið alla daga!
- Viðtal við Sigríði Jónsdóttur
- Söluhæstu bækur ársins 2011
- Haustannáll (kvenkyns)bóksalans
- Topp 10! Frá 14. des. - 20. des
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2013
- Ágúst 2013
- Desember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
Bækurnar
- Góða ferð - handbók um útivist
- Hvítir hrafnar verð 28 þúsund
- SELD: Kvæði Eggerts frá 1832 á kr. 43 þúsund
- Austurland I.-VII á 25.000 kr.
- Náttúrufræðingurinn innbundinn á 60 þúsund
- Selt: Frumútgáfa á Svörtum fjöðrum Davíðs fyrir 24 þúsund
- Seld: Eftirmæli 18. aldar á 110 þúsund
- Sending abroad
- Sigurðar saga fóts
- Kvennafræðari Elínar Briem
- [ Fleiri fastar síður ]
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.