Leita í fréttum mbl.is

Óþægar bækur og andvökur með Styrmi

Hjá bóksala eru bækur misjafnlega þægilegar. Sumar bara koma í sínum 10 eintökum í hilluna og eru þar og þarf ekki meira um þær að hugsa meðan aðrar eru alltaf uppseldar, hversu oft sem er pantað. Og svo þarf að kíkja í bækurnar og til þess eru langar nætur bóksalans. l-bcfibijejh_936016.jpg

Sumar eru ósköp þægilegar, maður grautar ofan í þeim hér og þar og fer snemma að sofa. Svo eru til þessar sem valda því að maður mætir geyspandi í bókabúðina næsta dag.

Styrmisbókin Umsátrið er af þeirri sortinni. Einstaklega lipurlega skrifuð og eiginlega spennandi eins og besti reifari. En þar með er ekki svo að ég skrifi undir allt í greiningum gamla Moggaritstjórans. Vonandi gefst mér tími til að kryfja þessa bók almennilega á nýju ári en núna get ég með góðri samvisku bent á hana sem vel gerða og fróðlega bók - þó að hún sé langt því frá að vera hlutlaus. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Félagi Bjarni !

 Hvað er að vera hlutlaus ?

 Spurningin er stór !

 Erum við hlutlaus, þar eð við förum ekki niður á Alþingi og köstum Molotov-kokteil í það lið sem innan örfárra daga fremja hrein hryðjuverk, já, gerast óhrekjanlega landráðamenn.

 Stór orð - en sárlega sönn.

 Börnin okkar og barnabörn munu greiða - vegna skulda EINKA-banka - HUNDRUÐ MILLJARÐA á ókomnum árum vegna Icesave.

 Hvar er búsáhalda-liðið ?

 Hvar er Hörður Torfa ?

 Hvar er Gunnar Sig., ?

 Vinstri-rauðir selja framtíðarvonir okkar afkomenda fyrir fjóra auma ráðherrastóla !

 Grátlegt.

 Já, hvað er að vera hlutlaus ?

 Niðurlæging þjóðarinnar fullkomnuð, og það sem sárast er, verknaðurinn framkvæmdur af yfirlögðu ráði, eða sem Rómverjar sögðu.: " Animus furandi" - þ.e. " Af yfirlögðu ráði" !

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 25.11.2009 kl. 13:41

2 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Já þetta er bók sem mig langar að lesa. Hann var nú reyndar stundum að reka hornin í bændur karlinn,var nú ekki alltaf hrifin´af honum þá.

Ragnar Gunnlaugsson, 25.11.2009 kl. 16:34

3 identicon

Sæll Bjarni kæra þökk fyrir vináttu.Okkur finnst þú skemmtilegur maður og fróður þess vegna sótums við eftir vináttu.Takk kærlega

Flugurnar (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 00:39

4 identicon

Góð þessi athugasemd með hlutleysið.

Er hlutleysið nokkurn tíma metið af hlutleysi?

Því það sem einn metur hlutlaust er argasti áróður að annars mati.

"Sínum augum lítur hver silfrið"!

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 26.11.2009 kl. 10:32

5 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Skuldlausi FinnurMiðvikudagur 25. nóvember 2009 kl 18:37Höfundur: ritstjorn@dv.isFinnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Arion-Kaupþings, er grjótharður á því að skuldugir starfsmenn bankans óvinsæla eigi ekki að gegna viðkvæmum stöðum. Skilaboð um að starfsfólk í þröngri fjárhagsstöðu verði rekið eða fært til í starfi hafa verið send út. Þetta bætir ekki móralinn í bankanum sem er í ímyndarkreppu. Þá bætir ekki úr skák að Finnur slapp sjálfur undan risastóru kúluláni frá þeim tíma þegar hann stýrði Icebank og er að því er virðist skuldlaus.
Eins og greint var fyrst frá í DV fékk Finnur 850 milljónir í nafni hlutafélags síns. Finnur seldi félagið þegar honum var sagt upp störfum sem bankastjóra Icebank í árslok 2007. Tæplega 16 milljóna króna skuld vegna vaxtakostnaðar var skilin eftir inni í félaginu.
Sá stálheppni bankastjóri gengur nú að þeim sem voru ekki eins heppnir. Mórallinn í bankanum er nú að sögn kunnugra að ná nýjum og áður óþekktum lægðum.Hrollvekjandi staða.Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 26.11.2009 kl. 11:12

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ekki get ég skilið að meira mark sé takandi á Stymi heldur en bara hverjum sem er. Ég hefl lítinn áhuga á skoðunum Moggaritsjtóra sem fyrst og fremst hafa fundið sig í því hafa völd og vera með tengingu inn í valdastéttina áratugum saman.

Sigurður Þór Guðjónsson, 26.11.2009 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband