Leita í fréttum mbl.is

Einstaklega vel heppnað útgáfuhóf

tuttugu

Um 200 manns mættu í útgáfuhóf þeirra Þorláks Karlssonar og Soffíu Sæmundsdóttur sem haldið var í Máli og menningu á Laugavegi á föstudegi. Auk þess að kynna þar bókina Tuttugu þúsund flóið opnaði listakonan Soffía þar einkasýningu á völdum verkum úr bókinni.

Kynnt var árituð og tölusett viðhafnarútgáfa að bókinni í svokölluðu Myndskríni Soffíu, öskju þar sem auk bókar var að finna grafískt verk eftir listakonuna, Madrugada.

Bókin Tuttugu þúsund flóð er samfelldur ljóðabálkur sem fjallar um laxveiðina í Ölfusárósum fyrir um fjórum áratugum eða tuttugu þúsund flóðum síðan. Skáldið yrkir um veiðina á lýrískan og áhrifaríkan hátt:

Þannig læðist riðillinn
yfir gjána 
og spenna teinsins eykst

Á hárfínan strenginn til þín
felli ég smáriðna von 
um snert af tilliti 

Barátta veiðimanns við laxinn í Ölfusá sem er myndræn og spennandi. Þjóðhátíðarárið 1974 heldur hún ungum manni föngnum og mynd hennar lifir enn tuttugu þúsund flóðum síðar. Saman við lifir minningin um frændann sem trúir á Þuríði formann, sandlúku í eilífðinni og net sem lögð eru fyrir kaupakonu, svo hárfín að hún finnur ekki fyrir því og sjálfur veit hann ekki hvar á að leggja þau. 

Listakonan Soffía Sæmundsdóttir hefur hér klætt ljóð Þorláks Karlssonar í listrænan búning verka sinna. 

 

Kannski hefði ég
greitt þér lokka
við Ölfusá

hefði ég bara boðið þér að koma með. 

(Myndir: Ljóðskáldið Þorlákur afhendir ánægðum kaupendum áritað eintak. Á efri mynd er kápa bókar.)

tuttugu_thusund_flod2

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband