Leita í fréttum mbl.is

Dauðinn, ástin og lífsnautnin

solvisidustuDauðinn, ástin, lífsnautnin og leitin að tilganginum eru umfjöllunarefni í nýjustu bók Sölva Björns Sigurðssonar frá Selfossi. Bókin sem heitir Síðustu dagar móður minnar fjallar um ævintýraleg mæðgin sem halda út til Hollands á vit vonar og frelsis þegar móðirin greinist með ólæknandi krabbamein.

Í stað þess að samþykkja aflimanir í veikri von ákveður þessi miðaldra töffari að þrauka meðan stætt er en vill um leið hafa stjórn á atburðarásinni, jafnvel ráða yfir dauðanum. Einkasonurinn, veikgeðja og viðkvæm sál, gerir sitt besta til að styðja móður sína, gera henni síðustu dagana bærilega og tekur jafnvel að sér hjúskaparmiðlun sem skilar árangri á lokametrunum.

Sagan er hröð, fjörmikil og skrifuð af léttleikandi stílsnilld eins og fyrri bækur höfundar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband