Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011

...með gamla Khayyám drekktu vínin skær!

Rubayat eftir Khayyám fær mig alltaf til að hugsa um þær sérkennilegu og sumpart leiðinlegu meinlætalegu leiðir sem arabísk og persnesk samfélög hafa farið undanfarnar aldir.

Í þessum magnaða kvæðabálki segir persneskur samtímamaður Sæmundar fróða frá. Viðhorf hans til lífsins er sýn lífsnautnamannsins sem sér naktar konur svífa hjá, drekkur hverja veig í botn og veit að lífið allt er sá hégómi að jafnvel fánýti nautnanna gerir þær samt ekki lakari ferðafélaga en hvað hvað annað sem jarðlífið það hefur að bjóða. 

 

rubaiat.jpg

 

 

Getur verið að menn þessara þjóða hafi tekið boðskap gamla Khayyám of bókstaflega og kallað þar með yfir samfélagið það harðræði að hvorki sér þar lengur í bert hold konu eða stjörnu í augum nokkurs manns. 

kayam.jpg

Allaveg, hér er Rubáiyát kominn og það með áritun þýðandans sem er sjálfur Magnúsar Ásgeirssonar fyrir litlar átta þúsundir, enda bara alþýðleg kilja frá árinu 1935.

Nánar hér https://secure.eshop.is/bokakaffid/varainfo.aspx?id=70331


Gersemi úr leiklistarsögu

sigpetursson1Leikrit og nokkur ljóðmæli eftir Sigurð Pétursson sýslumann - Síðari deild - Reykjavík 1846. Þessi bók er ein sú fyrsta í íslenskri bókmenntasögu þar sem frumsamin leikrit eftir höfund birtast á prenti.  Þau nefnast Hrólfur og Narfi en þau voru fyrstu leikrit sem leikin voru á Ísafirði 1857 og Akureyri 1862.

Ein af fágætari bókum 19.aldar.

Verð 55.000, kaupa hér

https://secure.eshop.is/bokakaffid/varainfo.aspx?id=70330

Sigpetursson2


Stærsta netbókabúð landsins

 

996lrenningur_netbud_copy.jpg

Ef litið er til vöruúrvals þá er enginn vafi að  netbókabúðin okkar bokakaffid.is er sú stærsta í landinu. Titlarnir eru nú orðnir rúmlega tólf þúsund talsins og sífellt að bætast við. Það þarf líka ef þessi fjöldi á að haldast því mikið fer út og stundum er kapp að ná eftirsóttum titlum. 

Af þessum tólf þúsund titlum eru um tíu þúsund notaðar bækur sem aðeins eru til hjá okkur í einu eða tveimur eintökum og verðið er hagstætt. Þrátt fyrir allmarga gullmola þá er meðalverðið aðeins um 1100 krónur og hér er að finna fjölmargar bækur á 200, 300 og 400 krónur. Alls eru um 5000 titlar sem velja má um fyrir 700 krónur eða minna. 

Sextánhundruð níutíutvær bækur í flokki íslenskra fagurbókmennta og nítjanhundruð tuttuguogfjórar af erlendum segja líka sína sögu. Við erum ekki síður hreykin af ævisagnahillunum okkar sem telja nú 1589 titla.


SELD: Dönsk íslensk orðabók frá 1851 kr. 15000

Dönsk orðabók með íslenskum þýðingum - Konráð Gíslason / Kaupmannahöfn 1851

ordabokkonrad01.jpgKonráð Gíslason var fæddur á Löngumýri í Skagafirði 1808 og var elsta barn hjónanna Gísla Konráðssonar sagnaritara og konu hans, Efemíu Benediktsdóttur. Konráð vildi laga íslenska stafsetningu að framburði og innleiddi nýja stafsetningu í öðrum árgangi Fjölnis en hugmyndir hans á því sviði náðu aldrei fótfestu og hann hvarf frá henni síðar. Áhrif hans á íslenskt ritmál urðu þó mikil.

Hann var brautryðjandi í íslenskri orðabókargerð og samdi m.a. fyrstu íslensku-dansk orðabók 1851.

Verð 15.000


Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband