Leita í fréttum mbl.is

Ljóðskáld á leið um landið

Á liðnu sumri kom út hjá Bjarti ljóðabókin Í fjarveru trjáa - vegaljóð eftir Ingunni Snædal. Í bókinni má finna mörg ljóð um hina ýmsu staði á landinu. Þar má líka finna nokkur ljóð um Suðurland og Sunnlendinga og hefst ljóðið Úthlíð á þessum orðum:

Björn bóndi kom til dyra
hress á nærbolnum...

Í ljóðinu Flúðir segir höfundur:

hef aldrei komið hingað
er viss um að hér eru engar flúðir
frekar en foss við Selfoss
allt tómt plat

Þegar höfundur kemur að Seljalandsfossi verður honum að orði:

stór sturta
með grænu hengi
sem alltaf er dregið frá...

Þetta eru bara þrjú dæmi um skemmtilega sýn Ingunnar Snædal á landið, en það virðist vera henni hugstætt því árið 2006 kom út eftir hana bókin Guðlausir menn - hugleiðingar um jökulvatn og ást. Sú bók var mjög vinsæl á sýnum tíma og að mínu mati gefur Í fjarveru trjáa henni ekkert eftir. (Greinin birtist í Sunnlenska fréttablaðinu í sumar-eg)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Takk fyrir þetta.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 3.11.2008 kl. 02:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband