Leita í fréttum mbl.is

Merkileg en leiðinleg

indridi_gislason 

Indriði Gíslason las þetta bindi á Eiðum veturinn 1949 – 50 og þótti fróðlegt en leiðinlegt.

Eftirfarandi áritun er að finna á saurblaði bókarinnar Menn og menntir siðskiptaaldarinnar á Íslandi eftir Pál Eggert Ólason sem gefin var út í Reykjavík 1922. Bókin er ein fjölmargra í fornbókaverslun Sunnlenska bókakaffisins og kostar þar aðeins 500 krónur. Næta víst má telja að Indriði sá sem gefur bókinni þennan palladóm sé sonur Gísla Helgasonar fræðimanns í Skógargerði og faðir Ernu blaðakonu. Indriði þessi var íslenskufræðingur og prófessor við Kennaraháskóla Íslands, fæddur 1926 og hefur því verið liðlega tvítugur þegar hann las Menn og menntir.

Þrátt fyrir þennan hreinskilna dóm er greinilegt að bók þessi hefur verið lesin síðar en í henni er að finna sem bókamerki rifrildi úr dagblaði þar sem greina má auglýsingu frá fyrirtækinu Fínum miðli sem starfaði í landinu um síðastliðinn aldamót:

Í lokakafla bókarinnar er nokkurt yfirlit yfir sálmakveðskap og þýðingar Skálholtsbiskupanna Marteins Einarssonar og Gísla Oddssonar en þeir þykja með því versta sem ort hefur verið í íslenskri tungu. Þar í er meðal annars þetta erindi frá þeim fyrrnefnda sem vel á við nú þegar Tyrkir haft okkur undir í kosningaslag:

Halt oss, guð, við þitt helga orð
og heft páfans og Tyrkja morð,
sem vilja Krist, vort sérlegt skjól
setja af sínum veldisstól…

___________________

Myndatexti: Indriði Gíslason í góðum félagsskap, lengst til hægri á myndinni en við hlið hans er Franzisca Gunnarsdóttir og lengst til vinstri sonur hennar skáldið og Gunnar Björn Gunnarsson, dóttursonur nafna síns og skálds á Skriðuklaustri en myndin er tekin í Gunnarsstofnun og birt með leyfi.


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband