Leita í fréttum mbl.is

Klámfengin bók en góð

Dagur kvennanna eftir Megas og Þórunni

Þó svo að Dagur kvennanna eftir þau Megas og Þórunni Valdimarsdóttur fjalli sérstaklega um einn merkisdag í sögu þjóðarinnar er verkið ekki sagnfræði. Og gerir heldur ekki tilkall til þess. Í undirtitli segir að þetta sé ástarsaga. Sem orkar tvímælis. 250px-Megas_LMB1

Kannski er verkið nær því að vera sagnfræði en ástarróman, en þá sagnfræði hugmynda, ímynda og afmyndana. Hér fá kvenréttindaöfgar á lúðurinn og yfirdrepskapur hinna vammlausu. En bókin er engu að síður innlegg í umræðuna um jafnrétti og á sinn sérstaka og gróteska hátt frelsisrit konunnar, kynverunnar, karlpunganna og yfirleitt alla sem finna einhverja þörf fyrir að lifa af.

Orðfæri og stíll er kynngimagnaður. Fyrir þá sem hafa lesið Björn og Svein eftir Megas er sumt hér kunnuglegt en Dagur kvennanna er samt öll aðgengilegri, léttari og auðskiljanlegri. Bókin er vitaskuld klámfengin, jafnvel æsandi viðkvæmum og á köflum subbuleg en allur sá subbuskapur á sér tilverurétt í þessari áleitnu rómönsu.

Semsagt, alveg slatti mikið af stjörnum, svona eins og mærin Máney hin yndisfríða hefði nennt að rogast með á góðum degi upp í daunilla kompu Himinrjóðs...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Meistari Megas er ritsnillingur, hlakka til að lesa bók hans!!

Gunnar Heiðarsson, 16.11.2010 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband