Leita í fréttum mbl.is

Seiðandi sögur í smásagnasafninu Doris Deyr

Ég var að ljúka við að lesa nýtt smásagnasafn eftir Kristínu Eiríksdóttur. Bókin kom út hjá JPV fyrr á þessu hausti og er fyrsta smásagnasafn höfundar en Kristín hefur áður gefið út þrjár ljóðbækur.

Það er ekki hægt að segja að lestur smásagnasafnsins fylli mann gleði og bjartsýni. Sögurnar eru flestar frekar óhuggulegar. Persónur sagnanna eru margar hverjar einmana, ráðvilltar og varnalausar gagnvart umheiminum.

Sögur Kristínar eru samtímasögur og er sögusvið þeirra oft Ísland en einnig gerast sumar þeirra erlendis, í Kanada, Kólombíu og Tyrkalandi. Kristín nær að fanga vel þann heim sem ungt fólk, flest á milli tvítugs og þrítugs, lifir í. Persónur sagnanna eru trúverðugar og Krístín notar ríkt ímyndunarafl sitt á skemmtilegan hátt þegar hún lýsir hinum mismunandi persónum. Sögurnar verða af þessum sökum mjög seiðandi og lesandinn verður forvitinn um afdrif hverrar sögupersónu. Sumar sögurnar dragast þó heldur á langinn.

Það er þó óhætt að mæla með bókinni. Hér er á ferðinni höfundur sem hefur heilmikið að segja og sögurnar vekja mann til umhugsunar um þann firrta en þó ekki alvonda heim sem við lifum í.

Elín Gunnlaugsdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband