Leita í fréttum mbl.is

Í evrópsku fárviđri

Eftir ađ hafa hesthúsađ ókjörum af nýjum bókum síđustu tvo mánuđi var ţađ kćrkomiđ um jólin ađ hafa val. Slíkir eru vitaskuld kostir bóksala ađ verđa ađ grípa ofan í ţađ helsta sem kemur út í jólabókavertíđinni og eru svo sem engir afarkostir. Jólavertíđin í ár var góđ og enn á ég ţar eftir stafla sem bíđur síns tíma á náttborđinu.

En frelsiđ til ađ velja fćrđi mig á áramótum ađ bók sem ég er ađ lesa nú í ţriđja sinn og eldist afskaplega vel í bókahillunni. Ţetta er sjálfsćvisaga austurríska rithöfundarins Stefáns Sweig (1881-1942), Veröld sem var. Stórfrćg bók sem oft er vitnađ til og hér er full innistćđa fyrir frćgđinni. Ţetta er afar óvenjuleg sjálfsćvisaga ţví persóna Stefáns er í aukahlutverki en ţjóđfélagshrćringar Evrópu í ađdraganda tveggja heimsstyrjalda leika ađalhlutverk.

Ţó vandrćđastandi mála á Íslandi síđustu misserin verđi engan veginn líkt viđ ţćr hörmungar sem Evrópa gekk í gegnum á fyrri hluta 20. aldar ţá á bók ţess mikiđ erindi til okkar. Hér er líst af miklu nćmi og hreinskilni fárviđri öfga og uppgjörs, múgsefjunar og viđbrögđum hins almenna borgara viđ heimsku og varmennsku valdhafa. Hlutverk skáldsins sjálfs í sögunni verđur ađ lýsa fyrir okkur innri togstreitu listamannssálar sem ţráir friđ og ró „en veitist honum ró, ţráir hann hćttuspiliđ á nýjan leik." Og Stefán Sweig sem situr á hátindi frćgđar sinnar fimmtugur áriđ 1931 fékk sinn skammt. Hin duldu máttarvöld lágu hér á hleri segir höfundur og reiddu hátt til högg. Metsöluhöfundurinn og gyđingurinn Stefán Sweig var fyrirlitinn í ríki nasismans, bćkur hans brenndar og sjálfur féll hann fyrir eigin hendi landflótta mađur á heimili sínu í Petropolis í Brasilíu.

Ţjóđernisöfgar fá ađ vonum fyrir ferđina í vćgđarlausum og hárfínum skrifum Sweig en ekki síđur hverskyns yfirdrepsskapur, valdhafadýrkun og úrkynjun skrifrćđisins. Höfundur er alla ćvi óflokksbundinn og fyrirlítur ţá klafa sem reynt er ađ setja hugsun og mannlífi. Seinni tíma ESB-sinnar bćđi hérlendis og í Evrópu hafa margir horft til Stefans Sweig og reynt ađ gera ađ sínum manni en ekkert held ég ađ vćri frjálshuga rithöfundi eins og honum fjćr en ađ styđja ţađ miđstýrđa helsi sem Brusselvald leggur nú yfir lönd í útţenslustefnu sinni. Af bókinni Veröld sem var lćrum viđ hvernig gírugir valdhafar reyna ađ eigna sér skáld og listamenn ađ ţeim fornspurđum, lifandi sem dauđ. Höfum ţađ hugfast nćst ţegar viđ heyrum málpípur Brusselvaldsins helga sér Stefán Sweig.

(Áđur birt í Lesbók Morgunblađsins)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband