Leita í fréttum mbl.is

Góði forsetinn og Ólafur Ragnar orðinn séra

Enn eitt jólabókabloggið:

 

forsetabok.jpg

 

 

Gerður Kristný er einn okkar besti barnabókarhöfundur og sendir nú frá sér aðra Bessastaðabókina, að þessu sinni bók um alvöru prinssessu sem heimsækir íslenska forsetann og lendir með honum í ótrúlegum ævintýrum í byggðum og óbyggðum. Við sögu komu bændur og búalið, kóngur og drottning, brúðgumi og brúður hans að ekki sé sleppt fálkaorðunni sem leikur hér stórt hlutverk.

Eins og hin ágæta bók Hallgríms Helgasonar um kossakonuna eru Bessastaðabækur Gerðar Kristnýjar fyrir alla aldurshópa. Aftan á bókinni er merking sem gefur vísbendingu um aldursbilið þar sem stendur inni í rauðum hring 6+. Og plúsinn er þar mikilvægur því sjálfur las ég þessa bók mér til meiri skemmtunar og uppbyggingar en margt í svokölluðum fullorðinsbókum.

 

Eitt af því sem hér vekur athygli er að í frábærum teikningum Halldórs Baldurssonar bera sögupersónurnar yfirleitt ekki svip af neinum þekktum andlitum,- utan einu sinni. Meira að segja forsetinn er svo venjulegur í útliti að hann gæti verið danskur. En þetta eina skipti er þegar sögulegu brúðkaupi í Vatnadal er lokið. Þá birtist presturinn á kirkjutröppunum og er þá enginn annar en Ólafur Ragnar Grímsson!

Hér er brugðið á skemmtilegan leik og sagan öll er full af skilaboðum, kannski ekki endilega hápólitískum enda er það svo leiðinlegt. En skilaboð eins og um samskipti forseta við alþýðuna og þeir sem vilja fara lengst í túlkunum geta velt fyrir sér samskiptum hænsna við lóur í túni Bessastaða. Semsagt tær frásögn og skemmtilegur boðskapur einkennir frásögn Gerðar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband