Leita í fréttum mbl.is

Þórarinn og Bjarni á upplestrarkvöldi

Þórarinn Eldjárn skáld og Bjarni Harðarson fyrrverandi alþingismaður kynna bækur sínar í Sunnlenska bókakaffinu í kvöld, fimmtudagskvöldið 27. nóvember. Húsið opnar klukkan 20:30. bokakaffi_gisli_sveinsson 019

Þórarinn Eldjárn þarf vart að kynna en hann hefur verið í hópi fremstu rithöfunda og ljóðskálda þjóðarinnar í áratugi. Kvæðasafn Þórarins kom út á árinu og geymir mikinn skáldskaparfjársjóð. Þar í eru allar ljóðabækur hans, átta talsins og úrval úr fimm barnaljóðabókum. Hér má finna afar fjölbreytilegan ljóðaforða en skáldið er jafnvígt á ýmis ólík stílbrögð og efnistök ljóðlistarinnar.

farsaeldarfron Einn af vertum staðarins, Bjarni Harðarson bóksali og fyrrverandi alþingismaður kynnir splunkunýja bók sína, Farsældar Frón. Í henni er að finna úrval af greinum höfundar frá síðustu árum þar sem fjallað er um dægurmál og strauma og stefnur. Meðal þess sem hér er fjallað um eru nashyrningar, Evrópumál, Framsóknarflokkurinn, trúmál, umhverfismál og fyrstu 50 blaðsíðurnar eru helgaðar íslenska efnahagsundrinu.

(Myndin að ofan er frá heimsókn Þórarins í bókakaffið haustið 2006.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband