Leita í fréttum mbl.is

Ævintýri og örfá ljóð um kynlíf

Kanill er heiti á nýrri ljóðabók eftir skáldkonuna Sigríði Jónsdóttur í Arnarholti. Útgefandi er Bókaútgáfan Sæmundur en undirtitill bókarinnar er; Ævintýri og örfá ljóð um kynlíf. Skáldið skýrir nafn bókarinnar í fyrsta ljóðinu:

Kanillinn er kynlíf
sykurinn er ástin
grauturinn og mjólkin eru lífið
bæði þykkt og þunnt.

Síðar fjallar hún um sýn ungrar konu á þau bönd sem löngu úrelt hugsun leggur á kvenlegar hvatir:

En skírlífisbrækurnar runnu niður um lærin
og þvældust um fótleggina.

Ég er kjaftfor og framhleypin.
Mig langar ekki að vera hrein mey.
Mig langar að sofa hjá.
Ég vil finna hvernig það er
hafa gert það
og geta gert það aftur.

Ég braust um í haftinu og þetta óþjála efni
fordómar og heimska
sem tilheyrðu öðrum tíma og öðruvísi fólki
hertist að ökklunum.

Bókina má kaupa hér á aðeins 2290 kr. https://secure.eshop.is/bokakaffid/varainfo.aspx?id=171138


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband