Leita í fréttum mbl.is

Brotin egg er skemmtileg og góð lesning

Á sumrin eru krimmarnir vilsælir en það er líka gaman að lesa eitthvað annað. Snemma á þessu sumri las ég bókina Brotin egg eftir Jim Powell. Og ég mæli eindregið með henni.

Í bókinni segir frá byltingarsinnanum Felix Zhukovski sem býr í Frakklandi og hefur hann helgað líf sitt kommúnismanum. Líf hans hefur verið í nokkuð föstum skorðum, en dag einn verður ýmislegt til þess að hann verður að enduskoða afstöðu sína til lífsins. Hann hefur leit að bróður sínum og móður sem hann hefur ekki séð síðan í Póllandi fyrir stríð. Leit þessi verður til þess að að hann sér líf sitt í nýju ljósi, sem og sögu 20. aldarinnar. Saga Felix er einkar hjartnæm, en húmorinn er aldrei langt undan.  Skemmtileg og góð lesning.

-eg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband