Leita í fréttum mbl.is

...með gamla Khayyám drekktu vínin skær!

Rubayat eftir Khayyám fær mig alltaf til að hugsa um þær sérkennilegu og sumpart leiðinlegu meinlætalegu leiðir sem arabísk og persnesk samfélög hafa farið undanfarnar aldir.

Í þessum magnaða kvæðabálki segir persneskur samtímamaður Sæmundar fróða frá. Viðhorf hans til lífsins er sýn lífsnautnamannsins sem sér naktar konur svífa hjá, drekkur hverja veig í botn og veit að lífið allt er sá hégómi að jafnvel fánýti nautnanna gerir þær samt ekki lakari ferðafélaga en hvað hvað annað sem jarðlífið það hefur að bjóða. 

 

rubaiat.jpg

 

 

Getur verið að menn þessara þjóða hafi tekið boðskap gamla Khayyám of bókstaflega og kallað þar með yfir samfélagið það harðræði að hvorki sér þar lengur í bert hold konu eða stjörnu í augum nokkurs manns. 

kayam.jpg

Allaveg, hér er Rubáiyát kominn og það með áritun þýðandans sem er sjálfur Magnúsar Ásgeirssonar fyrir litlar átta þúsundir, enda bara alþýðleg kilja frá árinu 1935.

Nánar hér https://secure.eshop.is/bokakaffid/varainfo.aspx?id=70331


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband