Leita í fréttum mbl.is

,,...umhverfið eins og upplitað veggfóður"

Ég hef verið að blaða í nýjustu ljóðabók Matthíasar Johannessen, en hún kom út á liðnu hausti og ber heitið Vegur minn til þín. Eitt ljóðið í bókinni ber heitið 29. sept.'08. Ljóðið fangar að mínu mati vel þá tilfinningu sem varað hefur hér á landi frá þessum örlaga degi. Hér kemur ljóðið:

Á þessari stund
verður umhverfið
eins og upplitað
veggfóður,

á þessari stund
þegar blekkingar okkar
og draumar falla
að einum farvegi
og ósinn hulinn blárri
ógnandi móðu

rís Laki, einn
undir fölblárri
móðu,

einn

úr annálum stoknandi
kviku,

varist þér og varist þér
vindur er í lofti

þegar jötunn
kallar
einn af öðrum

á þessari stund
við rökkur að éli.

Matthías Johannessen

...einhvern veginn finnst mér eins og þessi stund sé orðin ógnarlöng!

-eg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband