27.12.2013 | 13:53
Vinsælast; ljóð, húmor og lífstílsbækur
Ljóðabókin Árleysi alda eftir Bjarka Karlsson er tvímælalaust hit ársins í Sunnlenska bókakaffinu. Annars lítur metsölulisti bókabúða yfirleitt allt öðruvísi út en metsölulist stórmarkaðanna þar sem Yrsa og Arnaldur bítast um efstu sætin. Í bókabúðum er gert út á úrvalið og því selst stundum jafn mikið af fyrstu bók í einhverjum bókaflokki og þeirri nýjustu. Dæmi um þetta eru barnabækur Gunnars Helgasonar en þar seldist nær jafn mikið af fyrstu bókinni Víti í Vestmannaeyjum og af nýjustu bókinni Rangstæður í Reykjavík. Í svona bókaflokki er nefnilega skemmtilegra að kynnast söguhetjunum frá byrjun.
Vinsælustu barna- og unlingabækurnar þessara jóla voru annars Tímakistan eftir Andra Snæ Magnason, Vísindabók Villa eftir Vihelm Anton Jónsson og Afbrigði eftir Veronicu Roth.
Af íslenskum skáldsögum seldist mest bókin Fiskarnir hafa enga fætur eftir Jón Kalman Stefánsson, Stúlka með maga eftir Þórunni Erlu og Valdimarsdóttur og Sæmd eftir Guðmund Andra Thorsson. Vinsælasta þýdda skáldsagan á árinu er Maður sem heitir Ove eftir Fredrick Backman en hástökkvari jólanna var Ólæsinginn sem kunni að reikna eftir Jonas Jonasson.
Vinsælasta ævisaga ársins í Bókakaffinu er sagan Sigrún og Friðgeir eftir Sigrúnu Pálsdóttur, þá var bókin Gullin ský Ævisaga Helena (Eyjólfsdóttir) rituð af Óskari Þ. Halldórssyni vinsæl og einnig bók Ragnars skjálfta, Það skelfur.
Í fyrra voru bækur um hár og hárgreiðslu einkar vinsælar en þetta árið voru það hinar ýmsu matreiðslu- og megrunarbækur og af megrunarbókum voru það LKL bækurnar (Lág kolvetna lífstíll) sem runnu út, í sumarog haus,t eins og heitar lummur. Þá voru bækur með skemmtisögum og húmor vinsælar og má þar nefna vísna- og gamansagnabók gangnamanna í Svarfaðardalnum, Krosshólshlátur, Skagfirskar skemmtisögur í samantekt Björns Jóhanns Björnssonar og bók Guðna Ágústssonar, Guðni: léttur í lund
Í upphafi var greint frá því að landinn sækir greinilega enn í hefðbundin ljóð og ,,ljóðið ratar greinilega enn til sinna og það gerði nýjasta ljóðabók Þorsteins frá Hamri, Skessukatlar, einnig en hún seldist upp í búðinni og hjá útgefanda og var því ófánleg síðustu dagana fyrir jól. Þá var nýjasta ljóðabók Sigríðar Jónsdóttur Undir ósýnilegu tré einnig vinsæl.
Af þessari umfjöllun má sjá að fjölbreytnin og gróskan er mikil og auðvitað seldust Lygi eftir Yrsu Sigurðardóttur og Skuggasund eftir Arnald Indriðason alveg ágætlega í Sunnlenska bókakaffinu eins og annar staðar. En það er samt mat okkar bóksalanna að landinn sæki orðið jafn mikið í húmor og spennu. Til marks um það eru hinar ýmsu gamansagnabækur og bækurnar Maður sem heitir Ove og Ólæsinginn sem kunni að reikna.
Elín Gunnlaugsdóttir
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:58 | Facebook
Nýjustu færslur
- Vinsælast; ljóð, húmor og lífstílsbækur
- Sumarlesningin mín
- Vinsælustu bækurnar
- Einstaklega vel heppnað útgáfuhóf
- Netbókabúðin netbokabud.is
- Mensalder á metsölulista
- 50% afsláttur á gömlum bókum
- Kanill í fyrsta sæti hjá Eymundsson
- Kanill verðlaunaður
- Kanill rýkur út!
- Opið alla daga!
- Viðtal við Sigríði Jónsdóttur
- Söluhæstu bækur ársins 2011
- Haustannáll (kvenkyns)bóksalans
- Topp 10! Frá 14. des. - 20. des
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Desember 2013
- Ágúst 2013
- Desember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Maí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
Bækurnar
- Góða ferð - handbók um útivist
- Hvítir hrafnar verð 28 þúsund
- SELD: Kvæði Eggerts frá 1832 á kr. 43 þúsund
- Austurland I.-VII á 25.000 kr.
- Náttúrufræðingurinn innbundinn á 60 þúsund
- Selt: Frumútgáfa á Svörtum fjöðrum Davíðs fyrir 24 þúsund
- Seld: Eftirmæli 18. aldar á 110 þúsund
- Sending abroad
- Sigurðar saga fóts
- Kvennafræðari Elínar Briem
- [ Fleiri fastar síður ]
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.