Leita í fréttum mbl.is

Kanill tilnefndur til Fjöruverðlauna

Ljóðabókin Kanill eftir Sigríði Jónsdóttur bónda í Arnarholti var nú dag tilnefnd til Fjöruverðlaunanna við hátíðlega athöfn í Borgarbókasafninu í Reykjavík. sigga_jons.jpg

Kanill sem er gefinn út af bókaútgáfunni Sæmundi á Selfossi er önnur bók höfundar en 2005 kom út ljóðabókin Einnar báru vatn. Undirtitill Kanils er Örfá ljóð og ævintýri um kynlíf. Það er bókaútgáfa okkar hjá Sunnlenska bókakaffinu, Sæmundur, sem gefur Siggu út, nú sem fyrr og þetta er okkur mikill heiður. kanill_copy.jpg

Fjöruverðlaunin voru fyrst veitt 2007 en að þeim standa Rithöfundasambandið og Hagþenkir. Veitt eru þrenn verðlaun, fyrir fagurbókmenntir, fræðirit og barnabækur. Í fyrri umferð eru tilnefnd þrjú verk í hverjum flokki til verðlauna eða alls 9 en á nýju ári verða svo  þrjú þeirra valin til að hljóta sjálf verðlaunin.


Í umsögn dómnefndar um Kanil segir:


Hreinskiptin og tilgerðarlaus bók, nýstárleg að formi og innihaldi, með sjö ljóðum og einu ævintýri. Bókina einkennir erótík með femíniskum undirtóni auk leiftrandi myndmáls og vísana úr alvöru íslenskri sveitarómantík.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bókakaffið á Selfossi

NETVERSLUN OKKAR, netbokabud.is - yfir tólf þúsund titlar á frábæru verði

Bókakaffið er kaffihús og bókaverslun að Austurvegi 22 á Selfossi. Við verslum með bæði nýjar og gamlar bækur. Hér birtum umsagnir um bækur og fréttir úr kaffihúsinu og netbúðinni. Við erum líka á fésbókinni. Netfang: bokakaffid@bokakaffid.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband